SKÁLDSAGA Á ensku

Brewster's Millions

Milljónaævintýrið (Brewster's Millions) eftir George Barr McCutcheon kom fyrst út árið 1902. Varð sagan strax gríðarlega vinsæl og fjórum árum eftir útkomu hennar var sagan færð í leikbúning og sýnd við góðan orðstír.  Til marks um vinsældir sögunnar, þá hefur hún verið kvikmynduð í ýmsum staðfæringum um tíu sinnum. 

Sagan segir frá ungum manni, Montgomery Brewster, sem erfir milljón dollara eftir afa sinn. Skömmu síðar deyr sérvitur frændi Brewsters sem hataði afa hans.  Þessi frændi arfleiðir hinn unga Brewster að sjö milljónum dollara en einungis með því skilyrði að hann eyði öllum arfinum frá afa sínum á innan við einu ári.  Í ofanálag setur hann ákveðin skilyrði fyrir því hvernig peningunum skuli eytt. Brewster þarf í kjölfarið að ákveða hvort hann láti einu milljónina duga eða reyni við sjö milljónirnar og gæti þá staðið uppi auralaus að ári liðnu.  Inn í þetta spilast svo ástarmál unga mannsins og alls kyns uppákomur sem gaman er að fylgjast með. 

Sagan er einstaklega skemmtileg og hefur stundum verið líkt við söguna Milljónaseðilinn eftir Mark Twain. Viðfangsefnið má líka færa upp á hvaða tíma sem er og á fullt eins mikið erindi við lesendur í dag eins og þegar sagan kom út.

HÖFUNDUR:
George Barr McCutcheon
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 248

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :